FS-110 Herðubreið

Herðubreið er án efa eitt þekktasta fjall á Íslandi enda valið sem “þjóðarfjall” fyrir nokkrum arum. Þetta formfagra fjall varð til í eldgosi undir jökli og þeir sem ganga á fjallið sjá gíginn sem þar er. Toppur fjallsins er í 1.682 metra hæð yfir sjó.

Við hefjum ferðina í Mývatnssveit, í þægilegum jeppum eða fjallabílum og höldum rakleiðis að Herðubreiðarlindum þar sem við gerum stutt stopp. Þaðan höldum við áfram umhverfis Herðubreið áður en við komum að staðnum þar sem gangan hefst. Við erfiðar aðstæður (snjór), gætum við þurft að ganga eitthvað að uppgöngustaðnum og þetta gæti gert uppgönguna líka meira krefjandi.

Ferðin upp skiptist í tvo megináfanga, fyrst upp brattar skriður þar til öxl fjallsins er náð, og þaðan upp minni bratta eftir hraunflákum og hellum upp á toppinn

Í boði: júlí – ágúst, fyrir hópa eftir samkomulagi og eftirspurn.

Brottför: Mývatnssveit (eða eftir nánara samkomulagi)

Tímalengd: Áætlað 12 klst, þar sem fjallgangan tekur 4-6 klst (áætlað)

Innifalið: Leiðsögn, akstur að og frá Herðubreið

Erfiðleikastuðull: Erfitt, þátttakendur þurfa að vera í góðu líkamlegu ástandi.

info@fjallasyn.is

 
rolex replicas replica watch.