Um fyrirtækið

Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf er ferðaþjónustufyrirtæki sem er staðsett við Smiðjuteig í Reykjahverfi í nágrenni Húsavíkur.


Vantar ykkur rútu í dagsferð eða nokkra daga?  Þjónusta okkar stendur ykkur til boða.

Fjallasýn er fjölskyldufyrirtæki, sem sérhæfir sig í skoðunarferðum, hvort heldur er með eða án  leiðsagnar, og skipulagningu þeirra. Starfsfólk okkar hefur fjölþætta og áralanga reynslu af undirbúningi og framkvæmd ferða af margvíslegum toga.

Í bílaflota  okkar  eru langferðabílar af flestum stærðum  og gerðum, einnig  jeppar og minni bílar. Allir eru þeir vel útbúnir, vel er um þá hugsað og viðhaldið.

Aðalstöð Fjallasýnar er í grennd við Húsavík. Langferðabíla okkar má hins vegar finna  víðar um land, bæði á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu. Akstur um Norðurland er okkur sérstakt áhugamál og meginmarkmið.

Engu að síður er okkur bæði ljúft og tamt að sinna  ferðum á Reykjavíkursvæðinu eða Suðurnesjum og einnig  um Suður- eða Vesturland, og sérstaklega hringferðum um landið.  Skiptir þá ekki máli hvort um er að  ræða fámenna hópa eða stærri. Við erum ætíð ferðbúin vetur, sumar vor og haust.

Skemmtileg og þægileg ferð um landið er  sameiginlegt áhugamál  ferðalanganna og okkar..

Við hvetjum ykkur til að hafa samband, ef  þörf er á frekari  upplýsingum. Ef til vill eigum við samleið.

Sími 464-3940 og netfang fjallasyn@fjallasyn.is

 
rolex replicas replica watch.